Í tilefni dagsins.

Ég vil óska seðlabankastjórunum fráfarandi alls hins besta í framtíðini og vona að þeir finni sér nytt starf fljótlega, en vona að það verði í fjarlægu landi og ótengt fjármálum. Því að sama hvaða skoðun menn hafa á Davíð og co. þá voru þeir við styrið þegar við sigldum í strand. Framundan er hins vegar tími uppbyggingar og því er mikilvægt að sátt náist meðal þjóðarinnar um hverjir taki við. því miður virðist að þeir sem þeir sem eiga að vera við stýrið núna rati ekki upp í brú og hafi í mesta lagi pungapróf. En samkvæmt fréttum er von á erlendum hafnsögumanni sem þekkir skerjagarðinn býsna vel. En ég sem gamall sjómaður veit að það getur verið ansi erfitt og beinlínis hættulegt fyrir lóðsinn að komu um borð þegar brimskaflanir ganga yfir. Því segi ég eins og fyrrverandi forsætisráðherra, guð blessi íslensku þjóðina.
mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Loksins, loksins. Fyrr hefði mátt vera. En sumir menn eru þrjóskir. Allavegar eru Davíð og Eiríkur ekki á flæðiskeri staddir, með góð eftirlaun, biðlaun "und alles", geta einbeitt sér að áhugamálunum sínum. Er hægt að hugsa sér betra líf?

Úrsúla Jünemann, 26.2.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Dittó..

hilmar jónsson, 26.2.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Einn þeirra er þegar með tilboð frá Norska Seðlabankanum það skildi þó ekki hafa verið í lagi með þá við stýrið en áhöfnin hafi hreinlega verið úti að aka

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.2.2009 kl. 17:29

4 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

áhöfnin var klárlega á blindafylleríi, en ég vil nú meina að það hafi náð bæði niður í vél og upp í brú

Sveinbjörn Eysteinsson, 26.2.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband