Fjallkonan hin nýja, sverð vort og skjöldur

Að sjálfsögðu er ég að tala um Birgittu Jónsdóttir, þingflokksformann Borgarahreyfingarinnar. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég þekki hana ekki persónulega og legg það ekki í vana minn að mæra fólk opinberlega. En þegar einstaklingar koma fram og tala af hugsjónum á þessum tímum mammonsdýrkunar þá fyllist mitt litla hjarta stolti yfir því að að vera íslendingur. Ferskir vindar hafa blásið um ganga Alþingis, síðan hún settist hún kom þangað. Núna síðast fordæmir hún, með réttu finnst mér, ríkisstjórn og ráðherra fyrir að hitta ekki Dalai Lama í heimsókn hans til landsins. Skömm þeirra er ævarandi. En Birgitta er í mínum huga fjallkona nútímans, sverð vort og skjöldur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir orð þín Sveinbjörn. Loksins ein manneskja á Alþingi, sem bera má virðingu fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband