Páskarnir komnir í Bónus

Ég asnaðist í Bónusverslun á Laugaveginum núna undir kvöld og ætlaði að versla mjólk og annað smotterí fyrir helgina. Svo þegar ég er kominn fram að kössum geng ég fram á stæðu af páskaeggjum!! HALLÓ, það eru tæplega 50 dagar til páska. Þá mundi ég að ég hafði lesið einhversstaðar að BAUGURINN allur er í skíðaferðalagi í svissnesku ölpunum og þeim hefur greinilega vantað einhverja aura. Eitraðar athugasemdir mínar bitu ekki á starfsfólkinu sem var í raun jafn hissa og ég. Ég sleppti körfuni, gekk út í góða veðrið og er enn mjólkurlaus.

Siðleysið brýst út.

Þar kom að því að siðleysið er farið að hafa sjáanlegar afleiðingar hjá strigakjaftinum. Eða er þetta eitraðasta kosningabragð seinni ára? Hvort sem er þá kemur Árni manni alltaf til að hlæja.
mbl.is DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI OG AFTUR NEI!!

heilbrigðiskerfið skorið niður, menntakerfið skorið niður, lögreglan skorin niður og ég gæti haldið áfram lengi. En +15.000.000.000 í tónlistarhús það er allt í lagi. Eru allir að tapa glóruni? Þeir segja að þetta skapi 600 störf, allt í lagi en stór hluti af þeim verður erlendis t.d. í Kína. Kallast þetta að hugsa um hag heimilana? Bæði formaður og varaformaður VG eru að sýna sín réttu andlit þessa dagana. Um Hönnu Birnu er það að segja að hún er íhald og siðblindan virðist hafa búið um sig þar. En það hlakkar að sjálfsögðu í ÍAV mönnum sem eru vanir að mergsjúga þjóðina
mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegiðu Ólafur.

Ert þú ekki sá Ólafur sem keyptir gjörónýta spýtnakofa á Laugaveginum fyrir 600 millur. Gjörspilltur Óskar færir þér engan geislabaug. Af tvennu mjög illu vil ég frekar framsóknarvæðingu heldur en milljarða spýtnakofavæðingu. Því segi ég það aftur Þegiðu Ólafur.


mbl.is Ólafur F.: Framsóknarvæðing í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfir kjaftur skel.

Ég samgleðst ykkur báðum og vona að þið megið njóta samvistana um ókomna framtíð. Kannski frjálslyndir bæti við sig fylgi í kjölfarið. En er þetta ekki en eitt dæmið um valdagræðgi stjórnmálamanna, frjálslyndir eru að hverfa og þá er stokkið á íhaldið. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort að sjálfstæðismenn vilji fasisma í flokkinn.
mbl.is Í Sjálfstæðisflokkinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleysi skallagríms.

Nú er ég kjaftstopp, eða næstum því. Ég hélt í sakleysi mínu að sumt væri naglfast og eitt af því væri hvalaverndunarstefna VG. en svo er ekki. Með þessari ávörðun slær grímur flokkssystkini sín í andlitið með blóðblautum hanska og gerir sjálfan sig að einum mesta ómerkingi seinni ára. Það að rífa kjaft í stjórnarandstöðu, en lúffa síðan eins og versta gunga þegar hann hefur völdin í hendi sér, það sýnir hvað er framundan. Svei þér Steingrímur
mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrtir dómstólar.

Hvenær er komið nóg af þessu fj. bulli? 2 ára dómur fyrir stórfelllda kynferðismisnotkun annars vegar og hins vegar 5 ára dómur fyrir hnífsstungu. þessir menn (dómararnir) verða að stíga niður úr þessum fílabeinsturnum sem þeir halda til í. Eru öll yfirvöld í þessu guðsvolaða landi gjörsamlega vanhæf?
mbl.is 5 ára fangelsi fyrir manndrápstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband