NEI OG AFTUR NEI!!

heilbrigðiskerfið skorið niður, menntakerfið skorið niður, lögreglan skorin niður og ég gæti haldið áfram lengi. En +15.000.000.000 í tónlistarhús það er allt í lagi. Eru allir að tapa glóruni? Þeir segja að þetta skapi 600 störf, allt í lagi en stór hluti af þeim verður erlendis t.d. í Kína. Kallast þetta að hugsa um hag heimilana? Bæði formaður og varaformaður VG eru að sýna sín réttu andlit þessa dagana. Um Hönnu Birnu er það að segja að hún er íhald og siðblindan virðist hafa búið um sig þar. En það hlakkar að sjálfsögðu í ÍAV mönnum sem eru vanir að mergsjúga þjóðina
mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég hef verið læknir í 30 ár. Allan þennan tíma hefur heilbrigðiskerfið verið skorið niður. Alveg sama hvernig árar. Sífelld pressa bara mismikil. Tónlistarhús til eða frá breytir engu um það. En það mun breyta miklu að öðru leyti og það skiptir máli. Ekki síður en heilbrigðiskerfið. Vörn fyrir heilbrigðiskerfið er misnotuð svipa á annað, sem til framfara kann að horfa.  Heilbrigðiskerfið er í engri þörf fyrir alla þessa verjendur. Það er ljón og ver sig sjálft.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2009 kl. 17:10

2 identicon

Ok Sigurbjörn, látum þá það ljón verja sig sjálft, en þetta er um það bil það fáránlegasta sem lengi hefur sést, og nú féll VG. Þetta nær ekki nokkurri átt, alger fjarstæða, þegar allt er á öðrum endanum í landinu, að sólunda þá öllu þessu fé í algerann óþarfa !!

Kveðja.

Íslendingur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

Það er satt og rétt sem þú segir með niðurskurðinn, en hvaðan á að taka þessa milljarða? Þú sem læknir vildir væntanlega frekar fá þá í ljónið þó tannlaust sé.

Sveinbjörn Eysteinsson, 19.2.2009 kl. 17:24

4 identicon

600 störf sem falla til við byggingu hússins,, Þar af verða 450 pólverjar sem sprauta munu kaupinu sínu jafnharðan úr landi,, 130 kínverjar sem greiða þarf laun í dollurum,, Þetta táknar að seðlabankinn mun þurfa að hækka stýrisvexti á alla landsmenn sem hvergi koma nærri né munu njóta góðs af,, Er ekki komið nóg af bullinu,,

Bimbó (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:26

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hann er dáldið góður þessi með tannlausa ljónið.  Prik!

Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2009 kl. 18:12

6 identicon

Ég get nú verið sammála með að það gæti lennt þannig að eingöngu útlendingar vinni þessi störf en það er líka eitthvað sem að þarf að passa og það væri gaman að sjá hversu margir Íslenskir ríkisborgarar fái vinnu við þetta stórvirki í þetta sinn.

Það hefur verið vandamál hér á landi að fá fólk til starfa í hina almennu verkamanna vinnu segja stjórnendur fyrirtækja en er ekki bara málið að þeir eru að borga íslendingunum alltof lág laun sem skapar að önnur störf eru betri fyrir sama vinnutímann og jafnvel betri vinnuaðstöðu. Við erum menntuð þjóð og látum ekki bjóða okkur hvað sem er og ef að eingöngu verður flutt inn fólk til starfa eins og gert var í bretlandi fyrir nokkrum vikum (man ekki alveg hvað það var en það voru portugalar sem að fengu vinnuna en ekki bretarnir sjálfir) þá ættum við að banna slík vinnubrögð. Neiðinn kennir naktri konu að spinna og við vitum öll að við hlaupum í þau störf sem okkur bíðst þegar ílla árar.

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:29

7 identicon

Kostar ekki mörg hundruð miljónir á ári að reka það!

Addi (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband