4.3.2009 | 16:15
Veruleikafirring vanvita.
Er maðurinn gjörsamlega dottinn úr sambandi? Skilur hann ekki hvað gengur á hjá þjóðinni? Heldur mannhelv. að þetta sé einhver leikur. Ég held að fyrirlitning þjóðarinnar á honum hafi nýjum hæðum í dag. Ef ég kynni einhverjar kröftugar bölbænir þá mundu þær fylgja, en ég læt duga að segja:Geir megir þú hljóta ævarandi skömm.
Geir: Leikurinn hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, stundum er bara ekki hægt að vera hófstilltur, þegar gersamlega er gengið fram af manni. Þá duga bara þjóðlegar bölbænir
Finnur Bárðarson, 4.3.2009 kl. 16:54
Ég ætla að gera athugasemd sem þér kann að finnast "ógeðfelld" en ég vil byrja með því að segja að ég er eins og þú orðvana í sambandi við álit mitt á frammistöðu okkar fyrrverandi forsætisráðherra Geirs Haarde (og ótal fleiri af okkur fyrrverandi og núverandi forustumönnum).
Mér sýnist flest þetta forustulið okkar almennt vera valdasjúk meðalmenni, forhert í sannfæringunni um eigið ágæti. Við eigum ekki nógu öfluga fjölmiðla til að krefja þau svara á málefnalegum grundvelli. Mótmælin hafa trúlega skotið sumum þeirra skelk í bringu en þau virðast ekki enn hafa gert neinn reginmun.
´Eg held að það vopn sem dugi best á valdasjúklinga sé hláturinn. Þeir geta varið sig gegn skítkasti; orðljótri, dónalegri, ómálefnalegri gagnrýni; kannski líka bölbænum og svartagaldri. Þeir virðast kannski ósigrandi. Ég held samt að innst inni séu þetta bara fullorðnir unglingar sem eru haldnir athyglissýki svo góðlátlegur hlátur, skarpt grín, hæðni, áberandi falskt hrós, þakkir fyrir mistök osfrv.osfrv. eru kannski vopn sem við ættum að beita í viðbót við málefnalegar umræður. Ég hef séð vana menn missa þráðinn í miðri ræðu þegar upp gaus óvæntur hlátur hlustenda,Ég er viss um að Geir myndi ekki bregða þó ég segði honum að fara "norður og niður" en það er hugsanlegt að hann myndi tala gætilegar ef hann héldi fólk hafa góðar heimildir fyrir því að hann væri með hárkollu. Hversvegna ekki að stinga upp á honum sem manni ársins sem mest þarfnaðist nýrrar hárkollu eða litun? Gera hann og kannski fleiri einfaldlega að athlæg,. eins og þau eiga að mörgu leiti skilið?
Agla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 17:58
Agla og Finnur ég er mikill talsmaður hláturs og gleði og tek sjálfan mig langt frá því alvarlega, en mér er langt frá því hlátur í huga þegar ég les fréttir eins og þessa í dag. Mér finnst líka stjórnvöld ekki þurfa neina hjálp við að gera sig að athlægi eins og dæmin sýna. En þjóðlegar bölbænir í bland við hina sér íslensku kaldhæðni er kannski rétta leiðin.
Sveinbjörn Eysteinsson, 4.3.2009 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.