Páskarnir komnir í Bónus

Ég asnaðist í Bónusverslun á Laugaveginum núna undir kvöld og ætlaði að versla mjólk og annað smotterí fyrir helgina. Svo þegar ég er kominn fram að kössum geng ég fram á stæðu af páskaeggjum!! HALLÓ, það eru tæplega 50 dagar til páska. Þá mundi ég að ég hafði lesið einhversstaðar að BAUGURINN allur er í skíðaferðalagi í svissnesku ölpunum og þeim hefur greinilega vantað einhverja aura. Eitraðar athugasemdir mínar bitu ekki á starfsfólkinu sem var í raun jafn hissa og ég. Ég sleppti körfuni, gekk út í góða veðrið og er enn mjólkurlaus.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og fyrirgefðu klúðrið hjá mér í blogginu - þessi fræðsla/umræða verður haldin í Fíladelfíu, Hátúni 2, 105 Reykjavík.
Ég vildi óska að ég kæmist - mér finnst þetta virkilega forvitnilegt - en var búin að bóka mig þannig að það er eiginlega ómögulegt að breyta því því miður!!
Bestu kveðjur, Ása Gréta.

Ása (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband